Með Swype getur þú skipt óaðfinnanlega milli fjögurra mismunandi ílagsstillinga - Swype, Tala, Skrifa eða Banka.
-
Swype
Swype er skjót leið til að færa inn texta. Það leyfir þér að færa inn orð með því að teikna gegnum stafina. Settu fingurinn á fyrsta staf orðsins og dragðu slóð frá staf til stafs, lyftu upp eftir síðasta stafinn. Swype setur inn bil þar sem nauðsyn krefur.
Hætta við-
Swype-takki
Swype-lykillinn er lykillinn með Swype-táknmyndinni. Ýttu á og haltu niðri Swype-lyklinum til að komast í stillingar Swype.
Swype-lykillinn er einnig notaður til að hefja margar Swype-bendingar.
-
Swype-bendingar
Swype-bendingar eru flýtivísar á lyklaborðinu til að ljúka hratt algengum verkum. Þessi aðgerð er ekki tiltæk þegar kveikt er á aðgengileika kerfisins Explore-by-Touch.
- Farðu í breytingarlyklaborðið Swype-aðu frá
að Táknatakkanum (?123) á lyklaborðinu til að komast í Ritstýrilyklaborðið.
- Farðu í talnalyklaborðið Swype-aðu frá
að tölunni 5 til að komast hratt í Talnalyklaborðið.
- Lyklaborðið falið Til að fela lyklaborðið á auðveldan hátt skal Swype-a frá Swype-takkanum að Bakklyklinum.
- Slökktu á sjálfvirku bili Stöðvaðu sjálfvirkt bil fyrir framan næsta orð með því að Swype-a frá Biltakkanum að Bakktakkanum.
- Ritstýra falli orðs Breyttu stafstöðu orðs eftir að þú færir það inn með því að banka á orðið og síðan swype-a frá
að Shift-takkanum
. Orðavalsgluggi með valkostum um hástafi birtist og gerir þér kleift að velja lágstafi, hástafi í byrjun orðs, eða ALLT Í HÁSTÖFUM.
- Greinarmerki Einföld leið til að færa inn greinarmerki er að Swype-a frá spurningamerkinu, kommunni, punktinum, eða öðrum greinarmerkjum að biltakkanum í stað þess að banka á þau.
- Velja allt, Klippa, Afrita og Líma
Velja allt: Swype-aðu frá
að 'a'
Klippa: Swype-aðu fráað 'x'
Afrita: Swype-aðu fráað 'c'
Líma: Swype-aðu fráað 'v'
- Flýtivísar forritsGoogle Maps: Swype-aðu frá
að 'g' og síðan 'm'
- LeitaAuðkenndu texta og Swype-aðu frá
til S til að fara í snögga vefleit.
- Skipt yfir í síðasta tungumál sem notað var.Þegar mörg tungumál eru notuð er flýtileiðin til að fara aftur í fyrra tungumál að Swype-a frá
að biltakkanum.
- Farðu í breytingarlyklaborðið Swype-aðu frá
-
Tvöfaldur stafur gerður
Til að auka nákvæmni þegar tvöfaldur stafur er færður inn skal pára létt eða gera lykkju á stafinn. Til dæmis, til að fá „tt” í „leitt” skal pára á „t” takkann. Þessi aðgerð er ekki tiltæk þegar kveikt er á aðgengileika kerfisins Explore-by-Touch.
-
Orð valið
Til að samþykkja sjálfgefna orðið sem stungið er upp á í Orðavalsglugganum skaltu halda áfram að Swype-a. Að öðrum kosti skaltu fletta gegnum listann með því að draga fingurinn og velja það orð sem þú vilt nota. Þessi aðgerð er ekki tiltæk þegar kveikt er á aðgengileika kerfisins Explore-by-Touch.
Hreyfðu fingurinn í hringi til að velja texta frá lista og heyra skráningar á listann. Réttsælis hreyfing fer með þig áfram í gegnum listann. Rangsælis hreyfing fer með þig afturábak í gegnum listann. Þegar fingri er lyft er einblínt á síðustu inntöluðu skráningu á listann. Til að velja orð í orðavalsglugga, skaltu renna fingrinum upp frá lyklaborðinu, þangað til að fyrsta orðið heyrist. Síðan skal byrja hringlaga hreyfingu. Þessi aðgerð er aðeins tiltæk þegar kveikt er á aðgengileika kerfisins Explore-by-Touch.
-
Orð rituð með hástöfum
Þessi aðgerð er ekki tiltæk þegar kveikt er á aðgengileika kerfisins Explore-by-Touch.
Ritaðu orð með hástöfum um leið og þú Swype-ar með því að renna fingrinum frá stafnum, upp framhjá efsta hluta lyklaborðsins og renna svo fingrinum án þess að lyfta, aftur niður að næsta staf orðsins.
Breyttu stafstöðu orðs eftir að þú færir það inn með því að banka á orðið og síðan swype-a frá
að Shift-takkanum
. Orðavalsgluggi með valkostum um hástafi birtist og gerir þér kleift að velja lágstafi, hástafi í byrjun orðs, eða ALLT Í HÁSTÖFUM.
Til að fara í haminn læsing HÁSTAFA tvíbankar þú á Skipti-takkann
.
-
Sjálfvirkt bil
Swype setur sjálfkrafa inn bil á milli orða þegar þú Swype-ar næsta orð í setningunni. Þú getur slökkt á sjálfvirka línubilseiginleikanum í Swype-stillingunum.
Hægt er að slökkva á sjálfvirka línubilinu fyrir eitt orð með því að Swype-a frá orðabilstakkanum að hoptakkanum.
Þessi aðgerð er ekki tiltæk þegar kveikt er á aðgengileika kerfisins Explore-by-Touch.
-
Skipt um orð
Skiptu um orð með því að banka á það, veldu síðan orðið sem þú vilt úr Orðavalsglugganum, eða merktu einfaldlega orðið og Swype-aðu nýtt orð. Nýja orðið kemur í stað ranga orðsins.
Hægt er að auðkenna orð með því að banka á það og slá á
eða tvíbanka á orðið.
-
Skoppað á milli stafa
Að forðast stafi þegar þú Swype-ar tryggir að þú fáir orðið sem þig vantar í fyrstu atrennu.
Til dæmis væri hægt að teikna „ótal” og „óráð” með sömu slóðinni - en taktu eftir að þú þarft ekki að færa þig frá staf til stafs í beinni línu. Að forðast „u“ þegar þú rekur fingurinn að „r“ tryggir að orðið „óráð“ verði fyrst í Orðavalsglugganum.
-
Hraðara orðaval
Ýttu á og haltu takka til að fá upp lista yfir önnur rittákn fyrir þann takka, svo sem broddaða stafi eins og ð og á, tákn eins og @ og %, og tölur.
Bankaðu á Táknatakkann (?123) til að komast á Táknalyklaborðið.
Athugaðu að ALLIR stafirnir eru Swype-anlegir frá aðallyklaborðinu (hvort sem þú getur séð þá eða ekki). Þú getur Swype-að með því að nota þessa sýn á lyklaborðið, en þú munt aðeins geta fengið orð sem hafa minnst eina tölu eða tákn.
-
Orðum bætt við og eytt
Skynsamleg Swype-un bætir nýjum orðum sem þú notar í Persónulegu orðabókina.
Þú getur einnig bætt við orði með því að auðkenna það og banka á
. Bankaðu á áminninguna sem birtist til að bæta orðinu við.
Til að eyða orði skaltu ýta á og halda orðinu í Orðavalsglugganum og síðan banka á OK í staðfestingarglugganum. Þessi aðgerð er ekki tiltæk þegar kveikt er á aðgengileika kerfisins Explore-by-Touch.
-
Persónubinding
Swype getur á skjótan hátt bætt orði við orðabókina þína af Facebook, Twitter, og Gmail. Að persónubinda Swype:
- Ýttu á og haltu
.
- Veldu Persónubinding úr Stillingavalmynd Swype.
- Veldu úr persónubindingarvalkostunum og færðu inn skilríki þín ef beðið er um.
- Þú getur persónubundið Swype frá einum eða öllum uppsprettum.
- Ýttu á og haltu
-
-
Tala
Þú getur talað til að færa inn textaefni fyrir allt frá texta- og tölvupóstskilaboðum til uppfærslna á Facebook og Twitter.
Hætta við-
Greinarmerki
Engin þörf er að bæta greinarmerkjum við handvirkt. Segðu bara greinarmerkið sem þú vilt nota og haltu áfram. Reyndu þetta:
- Ýttu á raddtakkann og byrjaðu að tala.
- Það sem þú segir: Kvöldverðurinn var ljúffengur upphrópunarmerki
- Það sem þú færð: Kvöldverðurinn var ljúffengur!
-
Raddílag er ekki tiltækt á sumum lyklaborðum
-
-
Skrifa
Þú getur notað fingurna til að teikna stafi og orð og Swype breytir því í texta. Þú getur teiknað stafi frá vinstri til hægri eða hvern ofan á annan. Ýttu á ABC / 123 til að skipta á milli stafa- og táknastillingar.
Hætta við-
Gera skrift virka
- Ýttu á og haltu
og renndu fingrinum að skriftartáknmyndinni.
- Teiknaðu stafi með fingrinum á rithandarsvæðið.
- Bankaðu á biltakkann milli orða
- Ýttu á og haltu
-
Fjölsnertingarbending
Fjölsnertingarbendingin gerir þér kleift að ljúka einföldum verkefnum, eins og að skrifa orð eða stafi í hástöfum.
- Teiknaðu nokkra lágstafi í teikniblokkina
- Renndu tveimur fingrum upp á við á skriftarsvæðinu þegar stafirnir hafa verið færðir inn
- Rithandareiginleikinn þekkir fjölsnertibendinguna og gerir stafina að hástöfum
-
Skrift er ekki tiltæk á sumum lyklaborðum.
Þessi aðgerð er ekki tiltæk þegar kveikt er á aðgengileika kerfisins Explore-by-Touch.
-
-
Banka
Hefðbundin mynd handvirks lyklaborðsílags. Bank-ílag á Swype-lyklaborðið er gert auðveldara og skilvirkara með nokkrum gagnlegum eiginleikum:
Hætta við-
Leiðrétting á hroðvirknislegri ritun
Þú þarft ekki að banka hvern staf fullkomlega. Gerðu bara þitt besta og Swype kemur á skynvæddan hátt með uppástungur að orðum.
-
Orði lokið
Swype getur líka giskað á orðið þegar þú hefur bankað nokkra stafi.
-
-
Tungumál
Að skipta um tungumál frá lyklaborðinu: Ýttu á og haltu biltakkanum. Veldu það tungumál sem þú óskar þér úr sprettivalmyndinni.
-
Swype Connect
Swype Connect gerir okkur kleift að afhenda uppfærslur og kraftmikla virkni, beint í tækið þitt! Þrátt fyrir að Swype Connect virki yfir 3G mælum við alltaf með að þú finnir WiFi-tengingu.
Hætta við-
Niðurhal tungumála
Það er auðvelt að bæta tungumálum við Swype:
- Ýttu á og haltu
og veldu Tungumál.
- Veldu Hala niður tungumálum úr valmynd Tungumála.
- Smelltu á tungumál og niðurhalið byrjar sjálfvirkt.
- Ýttu á og haltu
-
Swype Connect er ekki tiltækt á öllum lyklaborðum.
-
-
Meiri hjálp
Til að fá frekari hjálp í notkun Swype skaltu skoða Swype-notandahandbókina og ábendingar og myndbönd Swype á www.swype.com, eða skoða Swype-vettvanginn á netinu á www.forum.swype.com.