Stillingar sjálfvirkrar uppfærslu


Þú getur stillt McAfee Mobile Security þannig að það uppfærist sjálfkrafa á degi og tíma sem þú velur.

Kveikt eða slökkt á sjálfvirkri uppfærslu


Sjálfvirk uppfærsla uppfærir McAfee Mobile Security og verndar tækið gegn nýjustu skaðvöldunum. Við fylgjumst með þessum skaðvöldum og komum í veg fyrir að tækið sýkist með því að setja þessar uppfærslur upp. Þú getur skipulagt daglega eða vikulega uppfærslu einhvern tiltekinn tíma dags.